Buggy og Hellaskoðun í Raufarhólshelli
Brottför klukkan 12:00
5 tíma ferð - Verð frá kr. 69.900
Buggyferð, Raufarhólshellir og hamborgari í Gróðurhúsinu í Hveragerði.
Fimm tíma ferð þar sem fyrst er stoppað við hinn stórbrotna hraungang Raufarhólshellis sem er einn lengsti og þekktasti hraunhellir Íslands. Hellaskoðunin tekur um 55-60 mínútur
Ferð inn í Raufarhólshelli er einstök upplifun og þar gefst frábært tækifæri til að skoða virkni eldgosa með eigin augum, þar sem gengið er sömu leið og hraunið rann í Leitahraunsgosinu austan Bláfjalla fyrir um 5.200 árum. Á veturna myndast í hellisgólfinu miklir ísdrönglar sem gera ferðina inn í hellinn jafnvel enn áhrifameiri.
Eftir hellaskoðunina förum við á Buggy bílunum yfir til Hveragerðis og fáum okkur alvöru hamborgara í mathöllinni Gróðurhúsið.
Buggy bílarnir okkar er 2ja og 4ja sæta. 4x4 og sjálfskiptir. Allir bílarnir uppfylla ítrustu öryggiskröfur eins og bílbelti og veltigrind.
Tveir til fjórir aðilar geta verið í sama bílnum. Oftast nær eru tveir í hverjum bíl.
Einnig er hægt að panta stakan bíl og er þá bara bílstjórinn í þeim bíl.
Innifalið:
- Fimm tíma Buggy ferð.
- Einangraður galli
- Hjálmur
- Andlitshlíf
- Við útvegum allan búnað fyrir örugga og þægilega ferð
Gilt ökuskírteini er skilyrði til að fá að keyra Buggy bíl.
Verð miðast við að komið sé á staðinn í Skíðaskálann í Hveradölum.