Þjóðgarður, jöklar, hraun, hverir, fossar, ósnortið hálendi, fáfarnar þingmannaleiðir, sveitabæir, snjór, fjörur, eyðibýli, fjallgarðar, sjávarþorp, skógur, 4 stjörnu gisting, stuðlaberg, náttúrulaugar og eldfjöll .
Buggy Umhverfis miðhálendið á 5 dögum
5 dagar - 4 nætur - Verð tilboð
Ferðin hefst á Lambhagavegi 13, Reykjavik.
Í upphafi er farið yfir helstu öryggisatriði varðand buggý bílana og í upphafi hvers dags er dagleiðin rýnd á korti.
Dagur eitt, guli ferillinn: 260 km, keyrslu tími 8 klst, hækkun 3500 m & lækkun 3000 m.
Upphafs punktur ferðarinnar er í Reykjavík á Lambhagavegi 13, megnið af deginum erum við á malarvegum sem enda upp í Kerlingafjöllum, þar er gist í 690 metra hæð yfir sjávarmáli umkringd jöklum. Á þessari dagleið keyrum við meðfram laxveiðiá, stuðlabergi, keyrum af norður ameríku flekanum yfir á evrasíuflekann , fram hjá elsta alþingi í heimi eins og við þekkjum þau í dag, Geysi, Gullfoss og útsýni að jöklum.
Dagur tvö, rauði ferillin: 368 km, aksturstími 8 klst, hækkun 4100 m & lækkun 4800 m.
Áfram höldum við norður á bóginn þar sem vötn falla fljótlega til Skagafjarðar með allt annarri náttúru. Skagafjörður með endalaus tún og sveitabæi opnast fyrir okkur og verður leiksvæði okkar lungað úr deginum. Keyrum við í gegnum tvo sveitabæi þar sem við fáum leiðsögn frá bændunum sjálfum, hádegis matur í bakaríinu á Sauðárkróki áður en við þeysum austur sandana með stefnuna á eyðibýlið Kólkuós, á leið okkar á mjög svo sérstakan höfða, Þórðarhöfði um Höfðamöl austan megin í Skagafirði. Upp úr Skagafirði eru þrjá leiðir til austurs (fer eftir snjóa lögum í fjöllum) til Eyjafjarðar, yfir Tröllaskaga um Siglufjarðarskarð i Siglufjörð , Lágheiði yfir á Ólafsfjörð eða Heljardalsheiði yfir í Svarfaðardal og munum við gista á Dalvík.
Dagur þrjú, græni ferillinn: 252 km, aksturs tími 7.5 klst, hækkun 3050 m & 2800 m lækkun.
Nú erum við komin í Eyjafjörð og nauðsynlegt að hafa augun á haffletinum í stoppum því ekki er óalgengt að sjá hvali í Eyjafirði og það jafnvel töluvert innarlega á firðinum. Á Akureyri verður stoppað í 3 klst. Akureyri hefur uppá að bjóða fjölbreytt úrval veitingastaða, verslana og annarrar þjónustu. Eftir gott stopp á Akureyri þar sem bæði menn og bílar eru nærðir höldum við leið okkar fram hjá Skógarböðunum, keyrum gömlu Vaðlaheiðina yfir í Fnjóskadal, fikrum okkar inn þéttan skóginn í Fnjóskadal og stoppum innst í dalnum við bæinn Sörlastaði. Í kjölfarið á Sörlastöðum keyrum við upp línuveg samhliða Hellugnúpsá á leið okkar yfir í Bárðardal. Komum við ofan í dalinn við bæinn Hlíðarenda og höldum sem leið liggur suður Bárðardal og förum við yfir hið þekkta kennileiti, brúnna suður af Stóruvöllum og yfir hið tilkomumikla Skjálfandafljót á leið okkar upp í Svartárkot. Svartárkot stendur í tæplega 400 m hæð yfir sjávarmáli og er á mörkum Ódáðahrauns. Á leið okkar í gegnum hlaðið á Svartárkoti vonumst við til að hitta bóndann í stutt spjall áður en ótrúlega magnað landslag, þakið Birki, hrauni og Mosa tekur við sem heillar alla náttúru unnendur. Fljótlega birtist Sellandafjall á sjóndeildarhringnum og þar stendur flugvöllur og gamalt flugskýli, Sellandafjall er mjög vinsælt til svifvængjaflugs vegna mikils uppstreymis yfir sumarmánuðina. Þessi langi dagur endar á 4 stjörnu hóteli á einni af okkar fallegustu náttúruperlu, Mývatni.
Dagur fjögur, blái ferillinn: 409 km, aksturstími 8 klst. Hækkun 2100 m & 1900 m lækkun.
Eftir góða hvíld á Mývatni munum við keyra 2/3 sömu leið vestur í Bárðardal, nema hvað við munum fara upp á Sprengisand, fyrst förum við nánast í gegnum hlaðið á bænum Bólstað sem lék stórt hlutverk í myndinni Hrútar og á leið okkar upp á hið tilkomumikla hálendi Íslands kíkjum við á Aldeyjarfoss umkringdan mögnuðu stuðlabergi. Þaðan verður næsta stopp Nýjidalur en á leiðinni sjáum við Öskju, Trölladyngju, Tungnafellsjökul og Bárðarbungu á vinstri hönd og Hofsjökul á hægri hönd. Nýidalur er skáli staðsettur á norðvestur horni Vatnajökuls, stærsta jökuls Evrópu.Þaðan keyrum við Vonarskarð, framhjá Hágöngulóni, Skrokköldu, Þverölduvatni, Þórisvatni og áfangastaðurinn er hótel Hrauneyjar. Ef tími gefst til, þá er í boði að bruna inn í Landmannalaugar njóta stórfenglegar náttúru og skola af sér í lauginni eftir langan dag.
Dagur fjögur, svarti ferillinn: 400 km (já 400 km :-) ), keyrslutími 10 klst, klifur 5680 m & 6000 m lækkun.
Líkt og fyrri dagana munum við deila staðkunnáttu okkar og mögnuðum slóðum og vegum sem fáir íslendingar þekkja. Hefst leiðin á frábærum slóða rétt utan við hótelið í Hrauneyjum, Sigölduvegurinn Gamli á leið okkar inn á Dómadal, keyrum upp hina bröttu Pokahryggi á leið okkar inn í Hrafntinnusker. Ólýsanleg litadýrð, gufuhverirnir og fossar sem alls ekki eru á allra vitorði er hluti af ólýsanlegri náttúrufegurð Fjallabaks. Rauðaskál, Háifoss, Gullfoss eru hluti af þeim stöðum sem við sjáum á þessum síðasta degi okkar til Reykjavíkur.
Innifalið
- 5 daga Buggy ferð.
- Einangraður galli
- Hjálmur
- Andlitshlíf
- Við útvegum allan búnað fyrir örugga og þægilega ferð
Gilt ökuskírteini er skilyrði til að fá að keyra Buggy bíl.
Verð miðast við að komið sé á staðinn á Lambhagaveg 13, Reykjavík.